Reynslusögur

Mér fannst námskeiðið fyrst og fremst mjög áhugavert. Hráfæði er miklu meira en að borða bara hráttt kál og gras. Maturinn á námskeiðinu var mjög góður og bragðmikill. Vildi bara að ég hefði geta borðað meira.
Ingibjörg Stefánsdóttir
Leikkona og jógakennari
Ég var á námskeiði hjá Maríu og fannst það mjög skemmtilegt og kveikti í mér að losna við hvíta hveitið og hvíta sykurinn, því þegar ég loksins dreif í því þá hafði það svo góðan árangur en í framhaldinu losnaði ég við 30 kg. Að taka af sér sykur er jafn mikið átak og að hætta í nikótíninu.
Dóra Karls
Eigandi og rekstraraðili Oriflame til margra ára
Sumarið 1998, greindist ég með MS sjúkdóm. Og framan af var sjúkdómurinn fremur vægur, fékk 2-3 köst á ári frekar væg þar til ég eignaðist mitt annað barn janúar 2007. Í maí 2007 tekur sjúkdómurinn nýja stefnu, köstin urðu fleiri 4-5 á ári og margfalt verri en ég hef áður fengið. Í janúar 2008 var ég orðin ófær um að sjá um sjálfa mig með öllu því sem þessum sjúkdómi fylgir. Og mín upplifun af þessu ástandi var að ég væri á hraðri leið ofan í gröfina. Ég var kominn með barnið sem ég hafði þráð að eignast og ég gat varla haldið á henni eða skipt um bleyju. Og nú voru góð ráð dýr, ég var haldin lækna- og lyfja fóbíu sem gerði hvort eð er ekkert til því MS er ólæknandi. Í byrjun mars 2008 byrja ég á 100% hráfæði með hveitigrasi og öllu því sem Ann Wigmore kenndi í bókum sínum sem eru byggðar á hennar upplifunum, tilraunum og rannsóknum á bæði sjálfri sér og fólki sem var tilbúið að taka áhættu varðandi heilsu sína. Nú er komið rúmt ár síðan ég byrjaði á lifandi fæði. Sjúkdómurinn er enn til staðar og MS köstin koma jafn oft en þau eru alltaf að verða vægari og vægari. Það að greinast með svo alvarlegan sjúkdóm eins og MS og ná svo tökum á honum upp á eigin spýtur án þess að taka lyf ætti að geta sagt okkur mannfólkinu að það er ekki í lagi með það sem við erum að láta ofan í okkur. Tveir þumlar upp fyrir hráfæði, lifandi fæði og hveitigrasi og að fá annað tækifæri til að lifa áfram í hressum hraustum og heilbrigðum líkama.
Halla Margeirsdóttir
Magabólgur og sáramyndanir ásamt bakteríu. Hveitigrasið drukkið með góðum árangri. Fyrir mörgum árum, var ég komin með miklar bólgur og nokkrar sáramyndanir í magann ásamt bakteríunni. Í stuttu máli drakk ég hveitigrasið, borðaði mjög mikið af ferskmeti síðar bætti ég við grasaseyði, sem gerði sitt gagn. Í næstu magaspeglun voru eingöngu bólgur við magaopið en magapokinn sjálfur að öðru leyti gróinn sára sinna. Tel að hveitigrasið hafi átt þarna stóran hlut að máli.
Guðríður Ragnarsdóttir
"Hic nonummy laboriosam ducimus! Tempora iure, veniam doloreearum phasellus! Penatibus augue soluta corrupti! Non de Penatibus"
Ethan Little
Player
"Earum, ac, repellendus. Penatibus reiciendis vehicula netus massa aute pede voluptatem curae! Risus laborum tellus. Hendrerit"
Heather Fowler
Client